Guðlaugur Þór á ráðherrafundi um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga Heimsljós 20. janúar 2021 18:06 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Guðlaugur Þór utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra sagði Íslendinga leggja áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarverkefni á ráðherrafundi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í sameiginlegum ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðastofnunarinnar um endurnýjanlega orku (International Renewable Energy Agency, IRENA) um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga. Fundurinn er undirbúningur fyrir Food Systems Summit og High-Level Dialogue on Energy sem Sameinuðu þjóðirnar munu halda í september á þessu ári. Ráðherra benti á að Ísland legði nú meiri áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, sérstaklega í sjálfbærri orku, sem hluta af metnaðarfullum aðgerðum í loftlagsmálum. Hann lagði til að ráðstefnurnar í september leggðu áherslu á að auka grænar fjárfestingar í beinni nýtingu jarðvarma við matvælaframleiðslu. Þannig væri hægt að auka líkurnar á að ná markmiðum um aukið fæðuöryggi og minnkun matarsóunar sem væri lykill að sjálfbærri matvælaframleiðslu. Íslendingar hefðu langa reynslu af beinni nýtingu jarðhita í matvælaframleiðslu, -vinnslu og virðisauka bæði í landbúnaði, garðyrkju og fiskeldi. Þróunarlönd hafa mörg hver aðgang að jarðhita sem hægt er að nota við þurrkun á til dæmis fiski, korni, ávöxtum, grænmeti og kaffi. Einnig er hægt að nýta jarðhita við gerilsneiðingu á mjólk, við fiskeldi á landi og í ræktun í gróðurhúsum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í sameiginlegum ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðastofnunarinnar um endurnýjanlega orku (International Renewable Energy Agency, IRENA) um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga. Fundurinn er undirbúningur fyrir Food Systems Summit og High-Level Dialogue on Energy sem Sameinuðu þjóðirnar munu halda í september á þessu ári. Ráðherra benti á að Ísland legði nú meiri áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, sérstaklega í sjálfbærri orku, sem hluta af metnaðarfullum aðgerðum í loftlagsmálum. Hann lagði til að ráðstefnurnar í september leggðu áherslu á að auka grænar fjárfestingar í beinni nýtingu jarðvarma við matvælaframleiðslu. Þannig væri hægt að auka líkurnar á að ná markmiðum um aukið fæðuöryggi og minnkun matarsóunar sem væri lykill að sjálfbærri matvælaframleiðslu. Íslendingar hefðu langa reynslu af beinni nýtingu jarðhita í matvælaframleiðslu, -vinnslu og virðisauka bæði í landbúnaði, garðyrkju og fiskeldi. Þróunarlönd hafa mörg hver aðgang að jarðhita sem hægt er að nota við þurrkun á til dæmis fiski, korni, ávöxtum, grænmeti og kaffi. Einnig er hægt að nýta jarðhita við gerilsneiðingu á mjólk, við fiskeldi á landi og í ræktun í gróðurhúsum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent