Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Árni Sæberg skrifar 21. október 2025 14:59 Shamsudin bræðurnir ásamt verjanda í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar fyrirtaka var í máli þeirra í ágúst. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara segir að mennirnir þrír hafi allir verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 2.943,38 grömm af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Þá hafi þeim verið gefin að sök nánar tilgreind brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum og umferðarlögum. Með héraðsdómi hafi þeir verið sakfelldir samkvæmt ákæru að því frátöldu að Elías og Jónas voru sýknaðir af því að hafa haft MDMA-töflurnar í vörslum sínum. Refsing þeirra hafi verið ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði en refsing Samúels Jóa fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Áfrýjaði og Landsréttur mildaði Ríkissaksóknari hafi þá áfrýjað málinu til Landsréttar og krafist þess að refsing mannanna yrði þyngd. Með dómi Landsréttar hafi niðurstaða héraðsdóms verið staðfest um refsingu Elíasar og Jónasar Refsing Samúels Jóa hafi aftur á móti verið ákveðin fangelsi í þrjú ár. Hálfu ári skemur en héraðsdómur hafði dæmt. Vill fimm til sjö ár Í beiðni sinni hafi Ríkissaksóknari byggt á því að hún lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu og mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar tvíburanna og Samúels Jóa. Refsing þeirra hafi ekki verið í samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum hvort sem litið sé til tegundar eða magns efna. Ríkissaksóknari telji að refsing í málinu ætti að vera á bilinu fimm til sjö ára fangelsi Niðurstaða Hæstaréttar sé að að virtum gögnum málsins verði talið að úrlausn um refsingu kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara segir að mennirnir þrír hafi allir verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 2.943,38 grömm af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Þá hafi þeim verið gefin að sök nánar tilgreind brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum og umferðarlögum. Með héraðsdómi hafi þeir verið sakfelldir samkvæmt ákæru að því frátöldu að Elías og Jónas voru sýknaðir af því að hafa haft MDMA-töflurnar í vörslum sínum. Refsing þeirra hafi verið ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði en refsing Samúels Jóa fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Áfrýjaði og Landsréttur mildaði Ríkissaksóknari hafi þá áfrýjað málinu til Landsréttar og krafist þess að refsing mannanna yrði þyngd. Með dómi Landsréttar hafi niðurstaða héraðsdóms verið staðfest um refsingu Elíasar og Jónasar Refsing Samúels Jóa hafi aftur á móti verið ákveðin fangelsi í þrjú ár. Hálfu ári skemur en héraðsdómur hafði dæmt. Vill fimm til sjö ár Í beiðni sinni hafi Ríkissaksóknari byggt á því að hún lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu og mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar tvíburanna og Samúels Jóa. Refsing þeirra hafi ekki verið í samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum hvort sem litið sé til tegundar eða magns efna. Ríkissaksóknari telji að refsing í málinu ætti að vera á bilinu fimm til sjö ára fangelsi Niðurstaða Hæstaréttar sé að að virtum gögnum málsins verði talið að úrlausn um refsingu kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt.
Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira