Handbolti

Frakk­land marði Alsír en öruggt hjá heima­mönnum og Slóveníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísland vann stórsigur á Alsír en Frakkar lentu í miklum vandræðum með þá í dag. Ísland og Frakkland mætast einmitt á miðvikudag.
Ísland vann stórsigur á Alsír en Frakkar lentu í miklum vandræðum með þá í dag. Ísland og Frakkland mætast einmitt á miðvikudag. EPA-EFE/Petr Josek

Frakkland marði Alsír í milliriðli okkar Íslendinga, 29-26, er liðin mættust í sömu höll og Ísland tapaði fyrir Sviss fyrr í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Frakkarnir leiddu 16-14 í hálfleik. Allt var jafnt er þrjár mínútur voru eftir en á lokasprettinum voru þeir frönsku sterkari.

Frakkar eru þar með komnir með sex stig í milliriðli okkar Íslendinga en Ísland mætir einmitt Frakklandi á miðvikudagskvöldið. Alsír er án stiga.

Kentin Mahe, Ludovic Fabregas og Dika Mem gerðu allir fjögur mörk fyrir Frakka. Hjá Alsír var það Messaoud Berkous sem var markahæstur með sjö mörk.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik vann Slóvenía tíu marka sigur á Norður-Makedóníu, 31-21, fyrr í dag. Staðan í hálfleik var 13-9 Slóveníu í vil sem er því með fjögur stig í milliriðli fjögur en en Norður Makedónía ekkert.

Kiril Lazarov var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Norður Makedóníu með fimm mörk en Dragan Gajic gerði sjö fyrir Slóveníu.

Heimamenn, Egyptar, unnu svo sannfærandi sigur á Rússum, 28-23, eftir að hafa verið 15-8 yfir í hálfleik. Sá leikur einnig í milliriðli fjögur en Egyptar því með fjögur stig en Rússsar þrjú.

Sergei Mark Kosorotov skoraði átta mörk fyrir Rússa en Mohamed Mamdouh skoraði sjö fyrir Egypta og þeir Ahmed Elahmar og Mohammad Sanad sex hvor.

Austurríki vann svo öruggan sigur á Marokkó í forestabikarnum, 36-22. Austurríki og Síle þar af leiðandi með tvö stig í riðli tvö þar.

Sebastian Frimmel skoraði níu mörk fyrir Austurríki og Robert Weber sjö. Reida Rezzouki var markahæstur Marokkó með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×