Segir að það sé mikill munur á því að vera liðsfélagi Ronaldo eða Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:01 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/David Ramos Brasilíumaðurinn Arthur er einn af þeim sem þekkir það að spila við hlið bæði Lionel Mess og Cristiano Ronaldo. Hann segist núna hafa breytt um skoðun á því hvor sé betri. Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira