Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 15:01 Elvar Örn Jónsson sækir að marki Sviss en Nicolas Raemy er til varnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi. Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira