Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 15:01 Elvar Örn Jónsson sækir að marki Sviss en Nicolas Raemy er til varnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi. Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira