„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2021 12:11 Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir íbúa Siglufjarðar orðna langþreytta á ófærð og lokunum. Vísir/Stöð 2 Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41