Grjótkastarar – líka á Alþingi! S. Albert Ármannsson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun