„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 19:05 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk gegn Frökkum í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita