Lífið

Larry King er dáinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Larry King var 87 ára gamall.
Larry King var 87 ára gamall. Getty/Rich Fury

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum.

Í yfirlýsingu á Twittersíðu hans er ekki tekið fram hvort King dó vegna Covid-19.

King er einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna og spannar ferill hans rúma sex áratugi. Hann hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Emmy- og Peabody-verðlauna.

Hann vakti mikla athygli á áttunda áratugnum með útvarpsþátt sinn, The Larry King Show. Á árunum 1985 til 2010 stýrði hann sjónvarpsþættinum Larry King Live á CNN þar sem hann ræddi við fólk úr ýmsum áttum.

King hefur glímt við ýmis veikindi undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×