Rooney tók nýverið við Derby í ensku B-deildinni en liðið er í bullandi fallhættu. Hann var áður leikmaður en lagði skónna á hilluna til að taka við stjórnartaumunum á hliðarlínu félagsins. Liðið vann gríðar mikilvægan 0-1 útisigur á Queens Park Rangers í dag. Gamla brýnið Colin Kazim-Richards skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu.
Derby er nú með 25 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Rotherham United er sæti fyrir neðan lærisveina Rooney en á þrjá leiki til góða. Þá getur Sheffield Wednesday einnig jafnað Derby að stigum en liðið á tvo leiki til góða.
A win in the capital
— Derby County (@dcfcofficial) January 23, 2021
GET IN THERE, RAMS! #QPRvDCFC pic.twitter.com/kjxZlvWvbt
Í skosku úrvalsdeildinni vann enn einn stórsigurinn. Liðið lagði Ross County 5-0 þó svo að James Tavernier hafi klúðrað vítaspyrnu.
Ryan Kent kom Rangers yfir á 6. mínútu leiksins. Filip Helander og Joe Aribo bættu við mörkum í fyrri hálfleik og staðan því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ryan Jack og Connor Goldson voru einnig á skotskónum í síðari hálfleik. Lokatölur 5-0 og Rangers nú með 23 stiga forystu í deildinni.
Jack is Back pic.twitter.com/9jyQcT8NrQ
— Rangers Football Club (@RangersFC) January 23, 2021