Segir löngu tímabært að afnema refsistefnuna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. janúar 2021 21:30 Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“ Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Helstu breytingar eru að varsla á neysluskömmtum verði ekki refsiverð, ráðherra geti með reglugerð kveðið á um hvaða magn ávana- og fíkniefna teljist til eigin nota miðað við neysluskammta og að lögregla hafi ekki lengur heimild til að gera upptæka neysluskammta hjá fóli yfir átján ára aldri. Um er að ræða fyrsta skipti sem ráðherra leggur til afglæpavæðingu neysluskammta en árið 2019 lögðu þingmenn úr sex flokkum á Alþingi sams konar frumvarp. Það var hins vegar fellt í atkvæðagreiðslu í fyrra. „Auðvitað vonum við að afglæpavæðingin nái víðtækar utan um tilvist skjólstæðinga frú Ragnheiðar heldur en áður hefur verið talað um. Afglæpavæðing neysluskammta í vörslu er stórt skref og gott fyrsta skref.“ Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Arnar Fíkniefnaneytendur ekki afbrotamenn Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og hefur lengi kallað eftir opnun neyslurýma og afglæpavæðingu neysluskammta. „Samfélagsgerðin okkar er flókin og við höfum starfað innan lagaramma em er í takti við refsistefnu sem er að refsa einstaklingi að nota ólögleg vímuefni. Með mögulegu frumvarpi frá heilbrigðisráðuneyti á Íslandi um afglæpavæðingu á Íslandi er stigið skref í áttina að þvi að horfa öðruvísi á þessi mál.“ Í frumvarpinu er talað um að líta á fíkniefnaneytanda sem sjúkling en ekki afbrotamann. Elísabet er sammála þessu. „Draumastaðan væri að manneskja sem þarf á heilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu að halda geti sagt frá stöðu sinni óhrædd við að segja frá stöðu sinni án þess að verða fyrir fordómum eða fái ekki aðstoðina.“
Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum. 19. janúar 2021 18:05