„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Baldur Björnsson skrifar 25. janúar 2021 13:00 Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun