„Notaði hana til að reka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Ásdís Rán hefur ekki heyrt í vinkonu sinni í yfir þrjú ár. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, ræðir um samband sitt við Ruja Ignatova sem hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október 2017 í hlaðvarpinu HæHæ með þeim Hjálmari Erni og Helga Jean. Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk Íslendingar erlendis Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk
Íslendingar erlendis Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira