Tottenham er komið í sextán liða úrslit enska bikarsins eftir 4-1 sigur á B-deildarliðinu Wycombe. Í sextán liða úrslitunum verður mótherjinn Everton en leikurinn fer fram um miðjan febrúar.
Gareth Ainsworth er þjálfari Wycombe en hann er afar skemmtilegur karakter. Hann var í leðurjakkanum á hliðarlínunni í kvöld og Jose Mourinho ræddi meðal annars um hárið hans fagra fyrir leik kvöldsins.
✂️ Jose Mourinho is a big fan of Gareth Ainsworth's haircut! pic.twitter.com/lF6sWe9ozK
— SPORF (@Sporf) January 25, 2021
Það voru heimamenn sem komust yfir á 25. mínútu með marki Fred Onyedinma en hann fékk boltann í teignum eftir darraðadans og kláraði færið vel. Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham og hann jafnaði metin á 45. mínútu.
Staðan var jöfn allt þangað til á 86. mínútu er Harry Winks skoraði og kom Tottenham yfir. Tanguy Ndombele skoraði þriðja markið á 87. mínútu og í uppbótartíma var það Tanguy Ndombele sem skoraði fjórða markið. Lokatölur 4-1.