Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2021 14:05 Slysið sem átti sér stað á fimmtudag er ekki rannsakað sem vinnuslys, að sögn lögreglu. Vísir Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19