Börn náttúrunnar Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. janúar 2021 17:01 Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun