Barcelona skuldar Liverpool ennþá meira en sex milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 09:30 Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en hann hefur ekki náð sömu hæðum hjá Barcelona. Getty/ Andrew Powell Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er fyrir löngu kominn í hóp verstu kaupa fótboltasögunnar. Hann hefur lítið hjálpað Börsungum inn á vellinum og félagið er enn langt frá því að hafa gert upp við hans gömlu eigendur. Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira