Barcelona skuldar Liverpool ennþá meira en sex milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 09:30 Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en hann hefur ekki náð sömu hæðum hjá Barcelona. Getty/ Andrew Powell Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er fyrir löngu kominn í hóp verstu kaupa fótboltasögunnar. Hann hefur lítið hjálpað Börsungum inn á vellinum og félagið er enn langt frá því að hafa gert upp við hans gömlu eigendur. Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira