Íslenski boltinn

Gylfi Sigurðs­son: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
557629748_10163243816117270_6121049982072485759_n

„Frábært. Geggjað. Góður endir á góðu sumri og mikill léttir að hafa náð að klára þetta í kvöld“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandsmeistari með liði Víkings, eftir að hafa tryggt titilinn með 2-0 sigri gegn FH.

Gylfi gekk til liðs við Víking frá Val fyrir þetta tímabil og setti sér skýrt markmið.

„Það var að verða Íslandsmeistari og það hafðist, þannig að ég er mjög ánægður… Að setja pressuna á að koma til Víkings, til að gefa mér sem bestan séns á að vinna deildina. Þetta er mikill léttir“ sagði Gylfi um fyrsta titilinn sem hann vinnur á sínum ferli.

Víkingar byrjuðu tímabilið ekki vel og sátu lengi vel í öðru sætinu á eftir Valsmönnum en stigu svo upp þegar mest á reyndi, undir lok tímabils, og hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum.

„Við byrjuðum ekkert illa en samt nokkuð rólega. Við vissum að þegar hlutirnir myndu smella og við værum með fullmannað lið, þá myndum við hrökkva í gang.“

Klippa: Mikill léttir fyrir Gylfa að tryggja fyrsta titilinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×