Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 10:30 Elísabet Ólafsdóttir hefur miklar áhyggjur af notkun barna á heimi smáforrita. Elísabet Ólafsdóttir grunnskólakennari á yngsta stigi og móðir tveggja barna í grunnskóla hefur verulegar áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun barna og segir foreldra þurfa að átta sig á hættunni sem fylgir þessu miðlum. Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti
Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira