Veiddu vel á léttklæddar flugur Karl Lúðvíksson skrifar 26. janúar 2021 11:37 Collie Dog flugan Nú sitja fluguveiðimenn og konur við hnýtingargræjurnar sínar og undirbúa sig fyrir veiðisumarið sem nálgast óðfluga. Nú sitja fluguveiðimenn og konur við hnýtingargræjurnar sínar og undirbúa sig fyrir veiðisumarið sem nálgast óðfluga. Það er auðvitað verið að hnýta þær flugur sem eiga að gefa þann stóra í sumar og sitt sýnist hverjum um hvaða flugur gefa best á hvaða tíma, hvaða stærð og svo framvegis. Eitt langar okkur samt að kenna þeim sem eru kannski að hnýta fyrstu laxaflugurnar en það er eitt það sem oft gleymist við hnýtingar. Þetta litla atriði er nefnilega ofur einfalt. Prófaðu að hnýta flugur sem eru léttklæddar. Ef þú ert ekki viss um að það sé málið má ég minna þig á að ein af gjöfulli flugum sem hægt er að nota til dæmis í laxi er Collie dog en flugan sú arna er ekkert nema silfurvafinn búkur með svörtum hárvæng. Hárvængurinn þarf alls ekki að vera mjög loðinn og lengdin á honum finnst mörgum gjöfulust ef vængurinn nær aðeins aftur fyrir öngul, ekki lengri en það. Of langur vængur gerir það oft að verkum að lax sem ætlar að taka fluguna nett grípur í hárin en ekki í krókana. En aftur á móti er langur Collie Dog með löngum hárum á hröðu strippi fáranlega góð fluga við réttar aðstæður. Léttklæddar flugur á low water önglum eru mjög vinsælar víða hjá erlendum veiðimönnum og ég hvet ykkur til að prófa þetta. Stangveiði Mest lesið Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Stóra Laxá í Hreppum: Tíu laxar á Pallinum Veiði Blanda verður „fly-only“ og kvóti minnkaður Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Nú sitja fluguveiðimenn og konur við hnýtingargræjurnar sínar og undirbúa sig fyrir veiðisumarið sem nálgast óðfluga. Það er auðvitað verið að hnýta þær flugur sem eiga að gefa þann stóra í sumar og sitt sýnist hverjum um hvaða flugur gefa best á hvaða tíma, hvaða stærð og svo framvegis. Eitt langar okkur samt að kenna þeim sem eru kannski að hnýta fyrstu laxaflugurnar en það er eitt það sem oft gleymist við hnýtingar. Þetta litla atriði er nefnilega ofur einfalt. Prófaðu að hnýta flugur sem eru léttklæddar. Ef þú ert ekki viss um að það sé málið má ég minna þig á að ein af gjöfulli flugum sem hægt er að nota til dæmis í laxi er Collie dog en flugan sú arna er ekkert nema silfurvafinn búkur með svörtum hárvæng. Hárvængurinn þarf alls ekki að vera mjög loðinn og lengdin á honum finnst mörgum gjöfulust ef vængurinn nær aðeins aftur fyrir öngul, ekki lengri en það. Of langur vængur gerir það oft að verkum að lax sem ætlar að taka fluguna nett grípur í hárin en ekki í krókana. En aftur á móti er langur Collie Dog með löngum hárum á hröðu strippi fáranlega góð fluga við réttar aðstæður. Léttklæddar flugur á low water önglum eru mjög vinsælar víða hjá erlendum veiðimönnum og ég hvet ykkur til að prófa þetta.
Stangveiði Mest lesið Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Stóra Laxá í Hreppum: Tíu laxar á Pallinum Veiði Blanda verður „fly-only“ og kvóti minnkaður Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði