Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Kári Gautason skrifar 26. janúar 2021 15:00 Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. Umræðan er fyrir löngu komin ofan í skotgrafirnar: Í öðrum eru þeir sem afsaka núverandi kerfi og hafa hagsmuni af því að breyta engu, og í hinum þeir sem tönnlast á því í sífellu að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að því fylgi úrlausnir sem raungera það. Báðir þessir skoðanahópar hafa nokkuð til síns máls og eiga nóg af skotfærum á sínum vígstöðvum sem nægja til þess að halda rifrildinu gangandi. Ef til vill gæti það stuðlað að skynsamlegri umræðu en lengi hefur tíðkast ef tækist að finna leið sem gerði sameign okkar á fiskinum framkvæmanlega. Hvað gerum við þegar báðir hafa nokkuð til síns máls? Afsakendurnir hafa nokkuð til síns máls þegar þeir benda á að eftir þessi fjörtíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, eru fiskveiðar á Íslandi bæði arðbærar og að mestu sjálfbærar. Hjá flestum öðrum þjóðum eru þær hvorugt. Á heimsvísu er 80% fiskimiða ofnýtt og þess utan þarf ríkið víða að borga með greininni. Hér fást hinsvegar fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Afsakendurnir gleyma því á hinn bóginn að velgengnin hjá greininni í heild hefur skapað ójöfnuð sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Kvótakerfið hefur valdið hnignum þar sem kvótinn var seldur burt og skapað ríkidæmi annars staðar. Það sem “þjóðin á fiskinn” - fylkingin bendir réttilega á er, að síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á færri hendur en áður var. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hópurinn greiðir vissulega af nýtingaréttinum afkomutengt veiðigjald, en hann fer engu að síður með þennan rétt eins og um varanlega eign sé að ræða. Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Sama hvort maður tilheyrir afsakendunum eða “þjóðin á fiskinn”- hópnum, þá hljóta allir að vera sammála um að það eru ótvíræð forréttindi að eiga ríflegan kvóta. Um þúsund aðilar borga veiðigjöld á Íslandi, en 10 stærstu útgerðarfyrirtækin eiga 50 % af heildarkvóta. Til að breyta þessu ójafnvægi þurfa að gilda aðrar reglur um trillukarlinn en stórfyrirtækin. Auk þess bera stórfyrirtækin undantekningalaust mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitafélaganna. Þessi staða setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem eru aldir upp í sjávarplássi. Lausnin felst í því að fiskveiðifyrirtæki sem veiða yfir ákveðið hlutfall af kvótanum verði að einhverju leyti að vera í eigu heimamanna. Þannig getur sameign þjóðarinnar orðið að sameign samfélaga. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerðarmanna, sjómanna, landverkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Samfélagið gerði viðskiptasamninga, samfélagið semur um deilistofna, samfélagið menntar þá sem í greininni starfa og svona mætti lengi telja. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir 5 prósent af heildarkvóta þyrfti tiltekinn hluti af félaginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Þetta er ekki óframkvæmanleg tálsýn, heldur eru nú þegar dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan samfélagsins en ekki braskað með hann á fjarlægum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyrirkomulag myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráðstöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta sé ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun