Markið var mjög umdeilt þar sem Rodri var rangstæður þegar Tyrone Mings tók við boltanum eftir sendingu Manchester City fram völlinn. Vegna þess að Rodri gerði enga tilraun til að ná boltanum þangað til Mings tók við honum ákváðu dómarar leiksins ekki að dæma rangstöðu.
EXCLUSIVE: Guidance has been added to the offside rule after controversial Bernardo Silva goal in what has been described as 'a face-saving exercise' by PGMOL. Goal, set up by an offside Rodri, would not stand from now on. https://t.co/46d8EgI8P4 via @MailSport
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 26, 2021
Í kjölfarið vann Rodri boltann af Mings og á endanum fór knötturinn til Silva sem skoraði með góðu skoti. Í kjölfarið lét Dean Smith, þjálfari Villa, dómaratríó leiksins heyra það og fékk á endanum rautt spjald fyrir ummæli sín.
Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að breyta reglunum varðandi rangstöðu og munu slík mörk vera dæmd ólögleg héðan í frá. Leikmaðurinn verður þá talinn rangstæður þó svo að hann geri ekki tilraun til að ná knettinum fyrr en eftir að mótherji tekur við honum.
Það róar eflaust ekki Dean Smith en mark Silva kom á 79. mínútu leiksins og í uppbótartíma tvöfaldaði İlkay Gündoğan forystu City með marki af vítapunktinum.