Myndband um Ísland í brennidepli á síðu CrossFit samtakanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:01 Gleðin ræður ríkjum hjá okkar bestu CrossFit konum. Hér eru tvær af þeim á góðri stundu eða þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Instagram CrossFit samtökin vöktu athygli á undraverðum árangri litla Íslands í CrossFit íþróttinni með því að rifja upp skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum CrossFit samtakanna. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira