Innlent

Raf­magns­laust vegna bilunar í Garða­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Garðabæ. Unnið er að viðgerð, en bilunin kom upp klukkan 6:10 í morgun.
Frá Garðabæ. Unnið er að viðgerð, en bilunin kom upp klukkan 6:10 í morgun. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er í Garðabæ vegna bilunar í háspennulínu. Unnið er að viðgerð, en bilunin kom upp klukkan 6:10 í morgun.

Þetta kemur fram á vef Veitna, en þar segir jafnframt að vonast sé til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

„Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×