Martin: Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia Basket en þetta er hans fyrsta tímabil á Spáni. Getty/Borja B. Hojas Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er í veglegu viðtali á heimasíðu Euroleague deildarinnar en þar fer hann meðal annars yfir áhrif frænda hans Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira