Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:31 Ragnar Sigurðsson segir Kára Árnason sinn besta félaga í vörninni enda hafa þeir marga hildi háð saman og fagnað fræknustu sigrum í sögu íslenska landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira