Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:42 Verkstjóri Vegagerðarinnar óttast að stíflur hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. Lögreglan á Norðurlandi eystra Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn. Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04