Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:49 Svifryksmengun í borginni fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. vísir/Vilhelm „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“ Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“
Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira