Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. janúar 2021 21:31 Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stöð 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07