Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 21:13 Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Egill Aðalsteinsson Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50