Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Ashley Graham er ein þekktasta fyrirsæta heims. Vísir/getty/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s. Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.
Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira