Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Blikar fagna eftir sigurinn á Valskonum á Hlíðarenda í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn