Umfjöllun: Þór Ak. - Tindastóll 103 - 95 | Fyrsti sigur Þórsara í höfn Karl Jónsson skrifar 28. janúar 2021 21:10 vísir/vilhelm Þór á Akureyri landaði sínum fyrsta sigri í Domino‘s deildinni þetta árið þegar grannar þeirra úr Skagafirðinum, Tindastóll frá Sauðárkróki kom í heimsókn. Lokatölur urðu 103-95. Srdan Stojanovic var sigahæstur Þórsara með 26 stig, Dedrick Basile setti 23 og gaf 14 stoðsendingar, Ivan Alcolada skoraði sömuleiðis 23 stig, þar af 21 í seinni hálfleik og tók 10 fráköst. Þá átti Ragnar Ágústsson frábæran leik af bekknum, setti 16 stig og tók 8 fráköst. Shawn Glover var stigahæstur Tindastólsmanna með 32 stig auk þess að taka 10 fráköst, Nick Tomsick skoraði 30 stig og gaf 5 stoðsendingar, og þeir Pétur Rúnar og Antanas Udras skoruðu 10 stig auk þess sem Pétur tók 10 fráköst. Sá frábæri leikmaður Jaka Brodnik sást ekki í kvöld og er það rannsóknarefni hversu framlagi hans hefur hrakað upp á síðkastið. Þórsarar hófu leikinn í 2-3 svæðisvörn til að koma gestum sínum á óvart. Vörnin var þó opin nánast upp á gátt og Tindastólsmenn voru að fá góð skot innan sem utan teigs og þar fór Shawn Glover fremstur í flokki. Stólarnir pressuðu Dedrick allan völlinn sem orðinn er siður og regla í boltanum í dag þar sem Þórsarar hafa ekki marga sem geta komið upp með boltann. Þeir voru þó öruggari í því en áður. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-29. Í öðrum leikhluta bar jafnvel meira á pressu Tindastólsmanna á Dedrick og var meira um tilraunir til tvöföldunar en áður. Ragnar Ágústsson var óhræddur við að skjóta þriggja stiga skotunum núna, ólíkt í leiknum gegn KR og hann setti tvo góða í leikhlutanum. Andrius Globys fékk höfuðhögg snemma leikhlutans og þurfti að fara af velli. Þá fékk Ivan Alcolada sína þriðju villu og þurfti sömuleiðis að yfirgefa vettvang. En „stóru“ litlu strákarnir í Þórsliðinu léku afar vel í fjarveru stóru mannanna og náðu að halda sjó. Það vakti athygli að fram að því hafði hann aðeins tekið þrjú skot í leiknum og áherslan greinilega ekki eins mikið á að koma boltanum inn í teig eins og á móti KR. Stólarnir virtust á þessum tímapunkti hafa leikinn í hendi sér og leiddu í hálfleik 41-48. Þórsarar opnuðu seinni hálfleikinn með látum þegar Kolbeinn setti niður þriggja stiga skot. Á hinum endanum fiskaði Globys ruðning og þetta virtist setja tóninn fyrir seinni hluta leiksins. Ivan Alcolada var nú heldur betur vaknaður til lífsins og skoraði 9 stig á stuttum tíma auk þess sem Dedrick fékk hvað eftir annað flugbraut inn í hjarta varnarinnar hjá Tindastóli og gat gert það sem hann vildi eftir aðeins eina einfalda boltahindrun uppi á topp. Um miðjan leikhlutann komust Þórsarar yfir með grimmum varnarleik og liðsvörn sem var til fyrirmyndar. Reyndar gerðu Tindastólsmenn vörn Þórsara mikinn greiða með því að bjóða upp á einhæfan sóknarleik þar sem skilaboðin virtust vera að Tomsick ætti að klára allar sóknir. Þegar rúmlega 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum fór téður Tomsick af velli og Pétur tók við stjórnartaumunum hjá Tindastóli. Það skilaði sér í miklu betri sóknarleik, mun meira flæði og góðum skotum á réttum tíma. Stólarnir minnkuðu þarna muninn í þrjú stig 73-70 en heimamenn áttu fjögur síðustu stigin og luku leikhlutanum á afar jákvæðum nótum. Síðasti leikhlutinn hófst með prýðisvarnarleik hjá Tindastóli sem hleyptu nú í sig baráttu og létu finna fyrir sér. Eftir aðeins tvær mínútur voru þeir búnir að jafna leikinn 79-79. En Þórsarar sögðu þá stopp og náðu að sprengja sig aðeins frá aftur og munaði þar helst um flottan leik Dedrick Basile og Ragnars sem hélt áfram að spila vel og skora dýrmæt stig. Allur vindur virtist úr Tindastólsliðinu þegar dró að leikslokum og Þórsarar kláruðu leikinn með löngum sóknum og skynsamlegum varnarleik. Fyrsti sigur í húsi og allt á uppleið hjá þeim á meðan Tindastólsliðið virðist eiga í einhverjum ímyndar- og hlutverkavandræðum. Lokatölur urðu 103-95 og verðskuldaður sigur í höfn. Af hverju vann Þór leikinn? Liðsheildin stóð upp úr hjá Þór auk þess sem þeir fengu frábært framlag af bekknum frá Ragnari Ágústssyni. Þetta var sigur liðsheildar á einstaklingum. Hverjir stóðu upp úr? Þórsarar buðu upp á hefðbundið framlag sinna lykilmanna í kvöld og lítið sem kom á óvart þar, en Ragnar Ágústsson stóð upp úr í kvöld með sínu framlagi. Hitti úr 50% þriggja stiga skota sinna og var með 6 af 11 í heildarskotnýtingu auk þess að taka 8 fráköst. En tölurnar segja ekki allt, Ragnar barðist eins og ljón allan leikinn. Hvað gekk illa? Það var nánast dapurlegt að horfa upp á Tindastólsliðið í seinni hálfleik í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik var eins og þeir gæfust hreinlega upp þegar Þórsarar komust yfir. Þrátt fyrir fullt af stigum frá Tomsick í kvöld er ekkert flæði í sóknarleiknum með hann inn á og heilu sóknirnar spilaðar án þess að fleiri en 2-3 snerti boltann. Enginn gleði, engin baráttuandi er í hópnum sem minnir á samsafn einstaklinga frekar en lið. Hvað gerist næst? Þórsarar taka á móti Valsmönnum nánast á messutíma á sunnudaginn, eða kl. 14.30 á meðan Stólarnir leggja í langferð til Þorlákshafnar til að spila við funheitt lið Þórsara þar. Bjarki Ármann: Flottur leikur og fyrsti sigur í hús Bjarki Ármann Oddsson var himinlifandi eftir leik sinna manna í kvöld. „Við lentum í erfiðleikum í fyrri hálfleik í kvöld með Ivan í villuvandræðum auk þess sem Adrius fékk skurð fyrir ofan augað og það sem mér fannst skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir okkur var að fá framlag fá Íslendingunum í liðinu í fyrri hálfleik. Hlynur, Ragnar, Kolbeinn og Smári komu inn og börðust eins og ljón. “Bjarki sagði að Tindastóll hefði verði búinn að taka 19 fleiri fráköst en Þór í hálfleik þar sem hann gat ekkert notað sína stóru menn að ráði. „Það var meðvitað að fara minna niður á blokkina á Ivan í þessum leik því okkar styrkleikar voru annarsstaðar í dag. En þó opnaðist meira fyrir hann þegar við fórum að keyra á körfuna,“ sagði Bjarki glaður í bragði. Baldur Þór, þjálfari Tindastóls.Tindastóll Baldur Þór: Þriðji leikhlutinn hræðilegur Kollegi Bjarka, Baldur Ragnarsson þjálfari Tindastóls var afar vonsvikinn eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var fínn og við áttum að vera með meira forskot þar en þriðji leikhlutinn var hræðilegur þar sem Þór skorar á okkur 36 stig. Það getur enginn haldið sínum manni fyrir framan sig og Dedrick fékk að vaða inn í teiginn eftir eina boltahindrun á toppnum og velur það sem hann vill. Þeir hitta vel og voru bara betri en við,“ sagði Baldur. „Við hefðum mögulega átt að gera eitthvað annað eða breyta einhverju en þetta snýst svo mikið um einstaklingsvarnarleik hjá okkur að menn haldi sínum mönnum fyrir framan sig.“ En er þreyta í liðnu? „Við eigum ekki að vera þreyttari en Þórsarar sem voru að berast allsstaðar á vellinum fyrir öllu sínu. Við erum að horfa of stórt á okkur og höfum ekki viljann sem þarf,“ sagði vonsvikinn þjálfari Tindastóls. Ragnar Ágústsson: Alltaf stemning að spila við gamla liðið sitt Skagfirðingurinn Ragnar Ágústsson var frábær í kvöld. Hann sagðist ekkert hafa undirbúið sig öðruvísi fyrir þennan leik en aðra. „Nei það er bara alltaf stemning að spila við gamla liðið sitt. Mér leið þannig allan tímann að við værum að fara að vinna þetta. Við misstum stóru mennina okkar út í öðrum leikhluta og við Hlynur vorum að spila í þeirra stöðum sem stórir menn. Við töpuðum frákastabaráttunni vissulega en við höfðum alltaf trúna og héldum áfram þannig að ég er mjög ánægður með sigurinn og liðið okkar,“ sagði sigurreifur Ragnar Ágústsson. Dominos-deild karla Þór Akureyri Tindastóll
Þór á Akureyri landaði sínum fyrsta sigri í Domino‘s deildinni þetta árið þegar grannar þeirra úr Skagafirðinum, Tindastóll frá Sauðárkróki kom í heimsókn. Lokatölur urðu 103-95. Srdan Stojanovic var sigahæstur Þórsara með 26 stig, Dedrick Basile setti 23 og gaf 14 stoðsendingar, Ivan Alcolada skoraði sömuleiðis 23 stig, þar af 21 í seinni hálfleik og tók 10 fráköst. Þá átti Ragnar Ágústsson frábæran leik af bekknum, setti 16 stig og tók 8 fráköst. Shawn Glover var stigahæstur Tindastólsmanna með 32 stig auk þess að taka 10 fráköst, Nick Tomsick skoraði 30 stig og gaf 5 stoðsendingar, og þeir Pétur Rúnar og Antanas Udras skoruðu 10 stig auk þess sem Pétur tók 10 fráköst. Sá frábæri leikmaður Jaka Brodnik sást ekki í kvöld og er það rannsóknarefni hversu framlagi hans hefur hrakað upp á síðkastið. Þórsarar hófu leikinn í 2-3 svæðisvörn til að koma gestum sínum á óvart. Vörnin var þó opin nánast upp á gátt og Tindastólsmenn voru að fá góð skot innan sem utan teigs og þar fór Shawn Glover fremstur í flokki. Stólarnir pressuðu Dedrick allan völlinn sem orðinn er siður og regla í boltanum í dag þar sem Þórsarar hafa ekki marga sem geta komið upp með boltann. Þeir voru þó öruggari í því en áður. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-29. Í öðrum leikhluta bar jafnvel meira á pressu Tindastólsmanna á Dedrick og var meira um tilraunir til tvöföldunar en áður. Ragnar Ágústsson var óhræddur við að skjóta þriggja stiga skotunum núna, ólíkt í leiknum gegn KR og hann setti tvo góða í leikhlutanum. Andrius Globys fékk höfuðhögg snemma leikhlutans og þurfti að fara af velli. Þá fékk Ivan Alcolada sína þriðju villu og þurfti sömuleiðis að yfirgefa vettvang. En „stóru“ litlu strákarnir í Þórsliðinu léku afar vel í fjarveru stóru mannanna og náðu að halda sjó. Það vakti athygli að fram að því hafði hann aðeins tekið þrjú skot í leiknum og áherslan greinilega ekki eins mikið á að koma boltanum inn í teig eins og á móti KR. Stólarnir virtust á þessum tímapunkti hafa leikinn í hendi sér og leiddu í hálfleik 41-48. Þórsarar opnuðu seinni hálfleikinn með látum þegar Kolbeinn setti niður þriggja stiga skot. Á hinum endanum fiskaði Globys ruðning og þetta virtist setja tóninn fyrir seinni hluta leiksins. Ivan Alcolada var nú heldur betur vaknaður til lífsins og skoraði 9 stig á stuttum tíma auk þess sem Dedrick fékk hvað eftir annað flugbraut inn í hjarta varnarinnar hjá Tindastóli og gat gert það sem hann vildi eftir aðeins eina einfalda boltahindrun uppi á topp. Um miðjan leikhlutann komust Þórsarar yfir með grimmum varnarleik og liðsvörn sem var til fyrirmyndar. Reyndar gerðu Tindastólsmenn vörn Þórsara mikinn greiða með því að bjóða upp á einhæfan sóknarleik þar sem skilaboðin virtust vera að Tomsick ætti að klára allar sóknir. Þegar rúmlega 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum fór téður Tomsick af velli og Pétur tók við stjórnartaumunum hjá Tindastóli. Það skilaði sér í miklu betri sóknarleik, mun meira flæði og góðum skotum á réttum tíma. Stólarnir minnkuðu þarna muninn í þrjú stig 73-70 en heimamenn áttu fjögur síðustu stigin og luku leikhlutanum á afar jákvæðum nótum. Síðasti leikhlutinn hófst með prýðisvarnarleik hjá Tindastóli sem hleyptu nú í sig baráttu og létu finna fyrir sér. Eftir aðeins tvær mínútur voru þeir búnir að jafna leikinn 79-79. En Þórsarar sögðu þá stopp og náðu að sprengja sig aðeins frá aftur og munaði þar helst um flottan leik Dedrick Basile og Ragnars sem hélt áfram að spila vel og skora dýrmæt stig. Allur vindur virtist úr Tindastólsliðinu þegar dró að leikslokum og Þórsarar kláruðu leikinn með löngum sóknum og skynsamlegum varnarleik. Fyrsti sigur í húsi og allt á uppleið hjá þeim á meðan Tindastólsliðið virðist eiga í einhverjum ímyndar- og hlutverkavandræðum. Lokatölur urðu 103-95 og verðskuldaður sigur í höfn. Af hverju vann Þór leikinn? Liðsheildin stóð upp úr hjá Þór auk þess sem þeir fengu frábært framlag af bekknum frá Ragnari Ágústssyni. Þetta var sigur liðsheildar á einstaklingum. Hverjir stóðu upp úr? Þórsarar buðu upp á hefðbundið framlag sinna lykilmanna í kvöld og lítið sem kom á óvart þar, en Ragnar Ágústsson stóð upp úr í kvöld með sínu framlagi. Hitti úr 50% þriggja stiga skota sinna og var með 6 af 11 í heildarskotnýtingu auk þess að taka 8 fráköst. En tölurnar segja ekki allt, Ragnar barðist eins og ljón allan leikinn. Hvað gekk illa? Það var nánast dapurlegt að horfa upp á Tindastólsliðið í seinni hálfleik í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik var eins og þeir gæfust hreinlega upp þegar Þórsarar komust yfir. Þrátt fyrir fullt af stigum frá Tomsick í kvöld er ekkert flæði í sóknarleiknum með hann inn á og heilu sóknirnar spilaðar án þess að fleiri en 2-3 snerti boltann. Enginn gleði, engin baráttuandi er í hópnum sem minnir á samsafn einstaklinga frekar en lið. Hvað gerist næst? Þórsarar taka á móti Valsmönnum nánast á messutíma á sunnudaginn, eða kl. 14.30 á meðan Stólarnir leggja í langferð til Þorlákshafnar til að spila við funheitt lið Þórsara þar. Bjarki Ármann: Flottur leikur og fyrsti sigur í hús Bjarki Ármann Oddsson var himinlifandi eftir leik sinna manna í kvöld. „Við lentum í erfiðleikum í fyrri hálfleik í kvöld með Ivan í villuvandræðum auk þess sem Adrius fékk skurð fyrir ofan augað og það sem mér fannst skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir okkur var að fá framlag fá Íslendingunum í liðinu í fyrri hálfleik. Hlynur, Ragnar, Kolbeinn og Smári komu inn og börðust eins og ljón. “Bjarki sagði að Tindastóll hefði verði búinn að taka 19 fleiri fráköst en Þór í hálfleik þar sem hann gat ekkert notað sína stóru menn að ráði. „Það var meðvitað að fara minna niður á blokkina á Ivan í þessum leik því okkar styrkleikar voru annarsstaðar í dag. En þó opnaðist meira fyrir hann þegar við fórum að keyra á körfuna,“ sagði Bjarki glaður í bragði. Baldur Þór, þjálfari Tindastóls.Tindastóll Baldur Þór: Þriðji leikhlutinn hræðilegur Kollegi Bjarka, Baldur Ragnarsson þjálfari Tindastóls var afar vonsvikinn eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var fínn og við áttum að vera með meira forskot þar en þriðji leikhlutinn var hræðilegur þar sem Þór skorar á okkur 36 stig. Það getur enginn haldið sínum manni fyrir framan sig og Dedrick fékk að vaða inn í teiginn eftir eina boltahindrun á toppnum og velur það sem hann vill. Þeir hitta vel og voru bara betri en við,“ sagði Baldur. „Við hefðum mögulega átt að gera eitthvað annað eða breyta einhverju en þetta snýst svo mikið um einstaklingsvarnarleik hjá okkur að menn haldi sínum mönnum fyrir framan sig.“ En er þreyta í liðnu? „Við eigum ekki að vera þreyttari en Þórsarar sem voru að berast allsstaðar á vellinum fyrir öllu sínu. Við erum að horfa of stórt á okkur og höfum ekki viljann sem þarf,“ sagði vonsvikinn þjálfari Tindastóls. Ragnar Ágústsson: Alltaf stemning að spila við gamla liðið sitt Skagfirðingurinn Ragnar Ágústsson var frábær í kvöld. Hann sagðist ekkert hafa undirbúið sig öðruvísi fyrir þennan leik en aðra. „Nei það er bara alltaf stemning að spila við gamla liðið sitt. Mér leið þannig allan tímann að við værum að fara að vinna þetta. Við misstum stóru mennina okkar út í öðrum leikhluta og við Hlynur vorum að spila í þeirra stöðum sem stórir menn. Við töpuðum frákastabaráttunni vissulega en við höfðum alltaf trúna og héldum áfram þannig að ég er mjög ánægður með sigurinn og liðið okkar,“ sagði sigurreifur Ragnar Ágústsson.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti