„Þótt myndin sé óskýr má ætla að einhverjir geti borið kennsl á mennina,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki eru gefnar upplýsingar um málið sem mennirnir tengjast.
„Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu.