Mikill fjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Varsjá í gærkvöldi til að mótmæla banninu rétt eins og í október þegar stjórnlagadómstóll úrskurðaði bannið löglegt.
Þungunarrof er nú einungis heimilt ef heilsa móðurinnar er í hættu eða hún varð ólétt vegna ofbeldis.
Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs.