Facebook-færsla, þar sem fram kom að ekkert hefði spurst til konunnar í nokkra daga, komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum síðdegis og í kvöld. Með færslunni var mynd af konunni og skjáskot af Facebook-færslum, sem hún var sögð hafa birt í Facebook-hóp fyrir útlendinga á Íslandi.
Síðar kom svo í ljós að konan var heil á húfi - og fregnir um hvarf hennar raunar orðum auknar, líkt og áður segir.