„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 12:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki lausnina vera að stjórnmálamenn víggirði sig. Komast þurfi að rót vandans. Vísir/Vilhelm „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25