Fyrsti sigur Tuchel með Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Tuchel knúsar Timo Werner í leikslok.
Thomas Tuchel knúsar Timo Werner í leikslok. Chris Lee/Getty

Chelsea vann 2-0 sigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var jafn framt fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Thomas Tuchel.

Tuchel gerði fimm breytingar á liði sínu frá því í markalausa jafnteflinu gegn Úlfunum fyrir helgi en það var kraftur í Chelsea liðinu í fyrri hálfleik.

Þeir komust verðskuldað yfir á 41. mínútu. Callum Hudson-Odoi átti þá góðan sprett, kom boltanum á fyrirliðann César Azpilicueta sem skoraði með flottu skoti. 1-0 í hálfleik.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley eftir klukkutímaleik. Það var hins vegar Chelsea sem skoraði annað markið og aftur var það varnarmaður.

Christian Pulisic kom inn á sem varamaður í hálfleik og hann kom boltanum á Marcos Alonson sem tók laglega við boltanum áður en hann þrumaði knettinum í netið.

Lokatölur 2-0 og Chelsea því fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum með Tuchel við stýrið. Þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig.

Burnley er í sextánda sætinu með 22 stig, átta stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira