Chelsea vann 2-0 sigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var jafn framt fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Thomas Tuchel.
Tuchel gerði fimm breytingar á liði sínu frá því í markalausa jafnteflinu gegn Úlfunum fyrir helgi en það var kraftur í Chelsea liðinu í fyrri hálfleik.
Þeir komust verðskuldað yfir á 41. mínútu. Callum Hudson-Odoi átti þá góðan sprett, kom boltanum á fyrirliðann César Azpilicueta sem skoraði með flottu skoti. 1-0 í hálfleik.
César Azpilicueta has now scored under six different Chelsea managers:
— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2021
✓ José Mourinho
✓ Guus Hiddink
✓ Antonio Conte
✓ Maurizio Sarri
✓ Frank Lampard
✓ Thomas Tuchel
Dave delivers. pic.twitter.com/PFIu1Y8OHb
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley eftir klukkutímaleik. Það var hins vegar Chelsea sem skoraði annað markið og aftur var það varnarmaður.
Christian Pulisic kom inn á sem varamaður í hálfleik og hann kom boltanum á Marcos Alonson sem tók laglega við boltanum áður en hann þrumaði knettinum í netið.
Lokatölur 2-0 og Chelsea því fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum með Tuchel við stýrið. Þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig.
✅ Thomas Tuchel gets his first victory as @ChelseaFC boss. pic.twitter.com/uVlzyaZZTL
— SPORF (@Sporf) January 31, 2021
Burnley er í sextánda sætinu með 22 stig, átta stigum frá fallsæti.