Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:31 Dansararnir fóru einhverjir yfir á Forsetann, sem er í næsta húsi við æfingahúsnæðið, og fengu sér þar öl. Vísir Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira