Fótbolti

Carrag­her valdi Messi fram yfir Ron­aldo: Gerir hluti sem aðrir geta ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Messi eigast við í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni.
Ronaldo og Messi eigast við í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni. Nicolò Campo/Getty

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og nú sparkspekingur Sky Sports, segir að hann kjósi Lionel Messi fram yfir Cristiano Ronaldo, í umræðunni um hvor þeirra er betri knattspyrnumaður.

Lengi hefur verið rætt um hvor þeirra sé betri en Carragher var gestur í hlaðvarpsþættinum Pure Football hjá spænska blaðamanninum Guillem Balague. Þar ræddu þeir um þetta hita málefni.

„Messi. Ég hef aldrei breytt því. Ég held að ég sé með meiri hlutanum þar,“ sagði Messi í hlaðvarpsþættinum.

„Ég held ég beri mögulega meiri virðingu fyrir Ronaldo og ástæðan fyrir að ég segi það er að hann er með mikla hæfileika en hans hugarfar, einbeiting og vinnan sem hann hefur lagt í þetta hefur tekið hann á næsta stig.“

„Þegar þú heldur að hann sé búinn eða Messi gerði eitthvað frábært þá kemur hann til baka aftur og aftur og aftur. Þetta hefur örugglega verið erfitt fyrir hann á tíðum. Jafnvel þegar hann var hjá United, hjá Real og hvað sem hann gerði þá hefði fólk bara sagt Messi, Messi. Ég held að þetta sé jafnara núna.“

„Ronaldo gerir hluti sem aðrir leikmenn geta en hann gerir það mun oftar. Hann skorar fleiri mörk en mér finnst Messi gera hluti sem aðrir geta ekki. Hvernig hann rekur boltann er eitthvað sem þú sérð varla í fótboltanum í dag.“

„Það er ástæðan fyrir því að ég myndi velja Messi því hann gerir hluti sem aðrir geta ekki og skilur andstæðingana eftir gapandi,“ sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×