Fótbolti

Þakka Kjartani fyrir: „Verður alltaf í okkar gulu hjörtum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry í baráttunni á leiktíðinni gegn Bröndby. Nú er hann á heimleið.
Kjartan Henry í baráttunni á leiktíðinni gegn Bröndby. Nú er hann á heimleið. Ulrik Pedersen/Getty

Kjartan Henry Finnbogason er án félags eftir að framherjinn og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Stuðningsmenn Horsens þökkuðu Kjartani fyrir hans framlag.

Kjartan er á leið vegna persónulegra ástæðna sagði í yfirlýsingu Horsens. Hann lék með félaginu 2014 til 2018 og svo á nýjan leik frá október síðastliðnum og nú til janúar. Nú heldur hann hins vegar heim á leið.

Í umræðuþræði bold.dk er Kjartani þakkað fyrir sitt framlag til félagsins og ljóst er að Kjartan er goðsögn hjá félaginu.

„Kjartan, þú munt alltaf vera í okkar gulu hjörtum. Gangi þér vel víkingur,“ skrifaði einn. „Gangi þér vel Kjartan. Við munum aldrei gleyma því hvað þú gerðir fyrir okkur,“ skrifaði annar en mörg falleg ummæli má finna um Kjartan undir fréttinni.

Einhverjir eru þó ósáttir við þetta samkomulag og segja þetta síðasta naglann í kistu Horsens sem er í mikilli fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni.

Það eru ekki bara stuðningsmenn Horsens sem eru ánægðir með veru Kjartans í Danmörku. Hann skoraði tvö mörk gegn Bröndby 18. maí 2018 sem varð til þess að Bröndby missti af titlinum og Midtjylland vann hann.

Fyrir það varð hann goðsögn hjá fleiri félögum enda Bröndby liðið ekki á vinsældalista allra í Danmörku.

„Já, ég segi líka takk fyrir mörkin þín tvö gegn Bröndby,“ skrifaði Sgaj og Acebone bætir við: „Einnig þakkir til Midtjylland goðsagnirnar frá mér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×