Anníe Mist: Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að hefja keppni á ný eftir að hafa eignast Freyju Mist í ágúst síðastliðnum. Instagram/@anniethorisdottir Nýtt CrossFit tímabil nálgast óðum en opni hluti heimsleikanna hefst 11. mars næstkomandi. Meðal keppenda verður mamman Anníe Mist Þórisdóttir en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi. Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira