„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af" Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2021 19:00 Aðalheiður Borgþórsdóttir og Sigfinnur Mikaelsson. Aurskriða virtist stefna að húsinu þeirra en beygði frá rétt áður. Vísir/Arnar Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan: Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46