Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Heiða Birgisdóttir fatahönnuður gerði Lífið er núna húfur fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Vísir/Vilhelm Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. „Við Hulda höfum oft rætt um að gera eitthvað svo þegar hún bað mig um þetta þá þurfti ég ekkert að hugsa mig um. Þetta er svo gott tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum með Krafti,“ segir Heiða Birgisdóttir hönnuður húfunnar, betur þekkt sem Heiða Nikita. Hún segist nýta hvert tækifæri til að vinna með fyrirtækinu Varma og Bigga prjónameistaranum þar. „Þegar ég var með Nikita vorum við með stóra húfulínu en það var allt framleitt erlendis. Þegar ég var að vinna fyrir Cintamani þá vorum við meðal annars að vinna með Varma og gerðum þá peysur. Ég hef því alveg unnið prjónaflíkur en ég er ekki prjónakona, ég er ekki sérhæfð í því.“ Löng leit að fullkomna sniðinu Heiða gerði húfu í appelsínugula einkennislitnum sem Kraftur notar alltaf og gerði einnig svarta útgáfu. „Um leið og við höfðum ákveðið að gera þetta með varma og framleiða þetta á Íslandi, þá hugsaði ég náttúrulega strax um íslenska ull. Að gera þetta alíslenskt. Svo fór þessi vinna af stað að finna hvaða snið á húfu væri gott til að höfða til allra. Það eru svo mörgum sem finnst húfur ekki passa þeim þannig að við fórum í gegnum þvílíkt mörg sýnishorn, Biggi var örugglega að verða gráhærður,“ segir Heiða og hlær. Húfan mátti nefnilega ekki vera of víð, ekki of þröng, ekki of há og ekki of lág, ekki of þykk en ekki of þunn heldur. „Það var verið að gera snið sem hentaði öllum, konum og körlum og þurfti helst að geta passað á börn líka, að hún væri bara svona klassísk.“ Lánsöm að greinast snemma Hönnuðurinn vonar að sem flestir velji appelsínugula litinn, þó að hann sé aðeins meira áberandi. „Það er svo mikið líf í honum. Þetta er frábær litur sem Kraftur kaus sér í upphafi, þú missir ekkert af honum. Þú þarft svolítið að þora.“ Á öllum húfunum er textinn „Lífið er núna“ sem eru einkennisorð Krafts. Heiða tengir sjálf persónulega mjög sterkt við þennan texta, því hún hefur sjálf þurft að fara í brjóstnám vegna frumubreytinga og hefur einnig misst nána vinkonu eftir baráttu við krabbamein. „Það eru sjö ár síðan ég glímdi við mín veikindi. Ég var mjög lánsöm þegar ég greindist því það gerðist mjög snemma, það var enn á frumubreytingastigi. Það voru frumubreytingar í brjóstinu og það var sett í mínar hendur að ákveða og ég kaus að fara í brjóstnám.“ Heiða segir að það henti sér að vinna sjálfstætt og geta unnið með alls konar samtökum og fyrirtækjum, en kýs að vinna frekar í fáum og góðum langtímaverkefnum. Vísir/Vilhelm Í reglubundnu eftirliti höfðu fundist kalkmyndanir hjá Heiðu og var í kjölfarið ákveðið að fylgjast með því í þrjú ár. „Eftir þrjú ár þá var ég „semí“ útskrifuð, þetta var ekkert að breytast og þau sáu ekki ástæðu til að fylgjast meira með. Síðan nokkrum mánuðum eftir að ég var búin í því þá fannst mér eitthvað vera ekki eðlilegt og sóttist eftir skoðun, þá kom þetta í ljós.“ Margar greinast fyrir fimmtugt Mikil umræða skapaðist á dögunum um reglubundnar skimanir við krabbameini og stóð til að seinka því að konur yrðu kallaðar inn. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein var breytt úr 40 til 69 ára í 50 til 74 ára. Þetta taldi Heiða vera mikla afturför. „Ég var ekki sátt með það. Ég er í stjórn Brjóstaheilla þannig að ég hef verið innvinkluð í þessi mál þó að ég sé enginn sérfræðingur.“ Þessi breyting á fyrirkomulaginu var harðlega gagnrýnd. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað þá að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt. „Maður vill náttúrulega að allir hafi séns á þessu tékki og það er svolítið ógnvekjandi hvað margar konur greinast snemma, að færa þetta. Mér finnst svo margar konur greinast fyrir fimmtugt og fyrir fertugt.“ Lífið er núna Heiða var sjálf 43 ára þegar hún fór í brjóstnám vegna frumubreytinga. Missti hún einnig nána vinkonu sem greindist ung. „Vinkona mín dó fyrir tveimur árum eftir langa baráttu við krabbamein. Hún var ekki orðin fertug. Edda notaði rosalega mikið þessa setningu, Lífið er núna. Það tengdi mann ennþá meira við það, að vera í kringum hana. Hún var svo jákvæð og alltaf að lifa lífinu eins og hún gat á meðan hún var hérna.“ Heiða segir að eftir að hún kynntist Huldu vel í stóru sameiginlegu verkefni á síðasta ári, hafi hún orðið enn tengdari Krafti þrátt fyrir að hafa ekki leitað þangað sjálf í eigin veikindum. Hulda og Heiða unnu saman að verkefninu Lífskraftur á síðasta ári, þegar hópur kvenna þveraði Vatnajökul og safnaði áheitum fyrir félögin Kraftur og Líf. Heiða segir að þetta hafi verið stærsta útivistarverkefni sem hún hafi nokkurn tímann tekið þátt í. „Þetta var mikil lífsreynsla að fara í gegnum þetta, líka allur undirbúningurinn. Þetta var mjög mikil æfing fyrir hausinn á manni að fara þessa ferð og að vera þarna í níu eða tíu daga. Ég er alveg vön að vera í útivist en þetta var alveg ólíkt því sem ég hef verið að gera, ég hef ekki verið á gönguskíðum eða í vetrarferðamennsku.“ Lærdómsrík lífsreynsla Heiða er vön því að fara í fjallgöngur og á snjóbretti en þá fer hún og gistir í heitu rúmi heima eða á hóteli í lok dags. Það var því mikil áskorun að gista í tjaldi uppi á jökli í þessari ferð og að þurfa að draga allan búnaðinn á eftir sér alla ferðina. „Maður lærði svo mikið um það hvað maður verður að hugsa vel um sjálfan sig þegar maður er ekki í þessum venjulegu aðstæðum. Bæði hugsa vel um sig andlega og líkamlega til að koma í gegnum þessa daga.“ Í ferðinni lærði Heiða ýmislegt um sjálfa sig og er hún þakklát fyrir þessa einstöku ferð. Þetta hafi verið alveg ný tegund að þreytu, ekki harðsperrur líkt og venjulega eftir erfiðar æfingar. „Þetta er náttúrulega frekar hæg ferðamennska þar sem þú ert með fjörutíu eða fimmtíu kíló í eftirdragi.“ Framundan er kvennaferð þeirra á Hvannadalshnjúk fyrir sama málsstað og hefur ferðin fengið heitið Kvennadalshnjúkur. Yfir hundrað konur munu þar ganga saman á hæsta tind Íslands. Heiða útilokar ekki frekara samstarf með Huldu og Krafti á næstunni, en hún er núna á fullu að vinna að hönnunarverkefnum bæði hér heima og fyrir fyrirtæki erlendis. „Ég hef í gegnum tíðina unnið svo mikið tengt erlendum verkefnum svo það er gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni hér heima.“ Nánari upplýsingar um húfurnar má finna á vefsíðu verkefnisins Lífið er núna. Lífið er núna „Sýnum kraft í verki“ er ný vitundarvakning á vegum Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið. Tíska og hönnun Prjónaskapur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Við Hulda höfum oft rætt um að gera eitthvað svo þegar hún bað mig um þetta þá þurfti ég ekkert að hugsa mig um. Þetta er svo gott tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum með Krafti,“ segir Heiða Birgisdóttir hönnuður húfunnar, betur þekkt sem Heiða Nikita. Hún segist nýta hvert tækifæri til að vinna með fyrirtækinu Varma og Bigga prjónameistaranum þar. „Þegar ég var með Nikita vorum við með stóra húfulínu en það var allt framleitt erlendis. Þegar ég var að vinna fyrir Cintamani þá vorum við meðal annars að vinna með Varma og gerðum þá peysur. Ég hef því alveg unnið prjónaflíkur en ég er ekki prjónakona, ég er ekki sérhæfð í því.“ Löng leit að fullkomna sniðinu Heiða gerði húfu í appelsínugula einkennislitnum sem Kraftur notar alltaf og gerði einnig svarta útgáfu. „Um leið og við höfðum ákveðið að gera þetta með varma og framleiða þetta á Íslandi, þá hugsaði ég náttúrulega strax um íslenska ull. Að gera þetta alíslenskt. Svo fór þessi vinna af stað að finna hvaða snið á húfu væri gott til að höfða til allra. Það eru svo mörgum sem finnst húfur ekki passa þeim þannig að við fórum í gegnum þvílíkt mörg sýnishorn, Biggi var örugglega að verða gráhærður,“ segir Heiða og hlær. Húfan mátti nefnilega ekki vera of víð, ekki of þröng, ekki of há og ekki of lág, ekki of þykk en ekki of þunn heldur. „Það var verið að gera snið sem hentaði öllum, konum og körlum og þurfti helst að geta passað á börn líka, að hún væri bara svona klassísk.“ Lánsöm að greinast snemma Hönnuðurinn vonar að sem flestir velji appelsínugula litinn, þó að hann sé aðeins meira áberandi. „Það er svo mikið líf í honum. Þetta er frábær litur sem Kraftur kaus sér í upphafi, þú missir ekkert af honum. Þú þarft svolítið að þora.“ Á öllum húfunum er textinn „Lífið er núna“ sem eru einkennisorð Krafts. Heiða tengir sjálf persónulega mjög sterkt við þennan texta, því hún hefur sjálf þurft að fara í brjóstnám vegna frumubreytinga og hefur einnig misst nána vinkonu eftir baráttu við krabbamein. „Það eru sjö ár síðan ég glímdi við mín veikindi. Ég var mjög lánsöm þegar ég greindist því það gerðist mjög snemma, það var enn á frumubreytingastigi. Það voru frumubreytingar í brjóstinu og það var sett í mínar hendur að ákveða og ég kaus að fara í brjóstnám.“ Heiða segir að það henti sér að vinna sjálfstætt og geta unnið með alls konar samtökum og fyrirtækjum, en kýs að vinna frekar í fáum og góðum langtímaverkefnum. Vísir/Vilhelm Í reglubundnu eftirliti höfðu fundist kalkmyndanir hjá Heiðu og var í kjölfarið ákveðið að fylgjast með því í þrjú ár. „Eftir þrjú ár þá var ég „semí“ útskrifuð, þetta var ekkert að breytast og þau sáu ekki ástæðu til að fylgjast meira með. Síðan nokkrum mánuðum eftir að ég var búin í því þá fannst mér eitthvað vera ekki eðlilegt og sóttist eftir skoðun, þá kom þetta í ljós.“ Margar greinast fyrir fimmtugt Mikil umræða skapaðist á dögunum um reglubundnar skimanir við krabbameini og stóð til að seinka því að konur yrðu kallaðar inn. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein var breytt úr 40 til 69 ára í 50 til 74 ára. Þetta taldi Heiða vera mikla afturför. „Ég var ekki sátt með það. Ég er í stjórn Brjóstaheilla þannig að ég hef verið innvinkluð í þessi mál þó að ég sé enginn sérfræðingur.“ Þessi breyting á fyrirkomulaginu var harðlega gagnrýnd. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað þá að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur þó óbreytt. „Maður vill náttúrulega að allir hafi séns á þessu tékki og það er svolítið ógnvekjandi hvað margar konur greinast snemma, að færa þetta. Mér finnst svo margar konur greinast fyrir fimmtugt og fyrir fertugt.“ Lífið er núna Heiða var sjálf 43 ára þegar hún fór í brjóstnám vegna frumubreytinga. Missti hún einnig nána vinkonu sem greindist ung. „Vinkona mín dó fyrir tveimur árum eftir langa baráttu við krabbamein. Hún var ekki orðin fertug. Edda notaði rosalega mikið þessa setningu, Lífið er núna. Það tengdi mann ennþá meira við það, að vera í kringum hana. Hún var svo jákvæð og alltaf að lifa lífinu eins og hún gat á meðan hún var hérna.“ Heiða segir að eftir að hún kynntist Huldu vel í stóru sameiginlegu verkefni á síðasta ári, hafi hún orðið enn tengdari Krafti þrátt fyrir að hafa ekki leitað þangað sjálf í eigin veikindum. Hulda og Heiða unnu saman að verkefninu Lífskraftur á síðasta ári, þegar hópur kvenna þveraði Vatnajökul og safnaði áheitum fyrir félögin Kraftur og Líf. Heiða segir að þetta hafi verið stærsta útivistarverkefni sem hún hafi nokkurn tímann tekið þátt í. „Þetta var mikil lífsreynsla að fara í gegnum þetta, líka allur undirbúningurinn. Þetta var mjög mikil æfing fyrir hausinn á manni að fara þessa ferð og að vera þarna í níu eða tíu daga. Ég er alveg vön að vera í útivist en þetta var alveg ólíkt því sem ég hef verið að gera, ég hef ekki verið á gönguskíðum eða í vetrarferðamennsku.“ Lærdómsrík lífsreynsla Heiða er vön því að fara í fjallgöngur og á snjóbretti en þá fer hún og gistir í heitu rúmi heima eða á hóteli í lok dags. Það var því mikil áskorun að gista í tjaldi uppi á jökli í þessari ferð og að þurfa að draga allan búnaðinn á eftir sér alla ferðina. „Maður lærði svo mikið um það hvað maður verður að hugsa vel um sjálfan sig þegar maður er ekki í þessum venjulegu aðstæðum. Bæði hugsa vel um sig andlega og líkamlega til að koma í gegnum þessa daga.“ Í ferðinni lærði Heiða ýmislegt um sjálfa sig og er hún þakklát fyrir þessa einstöku ferð. Þetta hafi verið alveg ný tegund að þreytu, ekki harðsperrur líkt og venjulega eftir erfiðar æfingar. „Þetta er náttúrulega frekar hæg ferðamennska þar sem þú ert með fjörutíu eða fimmtíu kíló í eftirdragi.“ Framundan er kvennaferð þeirra á Hvannadalshnjúk fyrir sama málsstað og hefur ferðin fengið heitið Kvennadalshnjúkur. Yfir hundrað konur munu þar ganga saman á hæsta tind Íslands. Heiða útilokar ekki frekara samstarf með Huldu og Krafti á næstunni, en hún er núna á fullu að vinna að hönnunarverkefnum bæði hér heima og fyrir fyrirtæki erlendis. „Ég hef í gegnum tíðina unnið svo mikið tengt erlendum verkefnum svo það er gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni hér heima.“ Nánari upplýsingar um húfurnar má finna á vefsíðu verkefnisins Lífið er núna. Lífið er núna „Sýnum kraft í verki“ er ný vitundarvakning á vegum Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.
Tíska og hönnun Prjónaskapur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira