Lífið

Innlit í dýrasta heimili heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakt hús á besta stað í Bel Air.
Einstakt hús á besta stað í Bel Air.

Villan The One í Bel Air er á sölu fyrir 340 milljónir dollara eða því sem samsvarar 44 milljarðar.

Um er að ræða stærsta hús í einkaeigu í heiminum og það dýrasta. Húsið hefur verið í byggingu í nokkur ár og mikið verið fjallað um það í erlendum miðlum.

Það var Paul McClean, arkitekt, sem hannaði og teiknaði húsið og innanhúshönnuðurinn Kathryn Rotondi sem sá um alla innanhússhönnun.

Það var fjárfestirinn Nile Niami sem lét reisa húsið og það tók alls átta ár. Sex hundruð iðnaðarmenn störfuðu við byggingu hússins.

Verönd hússins er í raun í kringum alla eignina og því er um að ræða 360 gráðu útsýni yfir Los Angeles.

Í húsinu eru 42 baðherbergi, 22 svefnherbergi, 510 fermetra hjónasvítu og 30 bíla bílskúr.

Alls eru fimm sundlaugar við húsið, líkamsræktarstöð, rými fyrir tvö hundruð manna veislu, keilusalur, spa og bíósalur fyrir þrjátíu gesti og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×