Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:23 Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Vísir Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39
Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda