Martha hlær að umfjölluninni um elliheimilið og er ekkert að fara að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 10:01 Martha Hermannsdóttir fór með KA/Þór alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Vísir/Daníel Þór Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum. Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Martha Hermannsdóttir hefur ekkert getað spila með liði KA/Þór eftir að keppni hófst að nýju í Olís deild kvenna í handbolta eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Martha hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá KA/Þór liðinu eftir að það kom aftur upp í deild þeirra bestu og óttuðust margir að KA/Þór stelpurnar yrði í miklum vandræðum án hennar. KA/Þór hefur sýnt að það var ekkert til í slíkum hrakspám enda vann liðið sannfærandi sigur á bikarmeisturum Fram um helgina og tók stig af Íslandsmeisturum Vals í leiknum á undan. KA/Þór liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Vals. En hvað með Mörtu Hermannsdóttur sem er að verða 38 ára gömul á þessu ári? Hún segist ekki vera hætt í handbolta þrátt fyrir þetta mótlæti núna. „Ég tími ekki að hætta því mér finnst þetta svo ógeðslega gaman. Ég byrjaði sex ára og hef alltaf verið í handboltanum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að á meðan ég er góð í skrokknum og ég get eitthvað ætla ég mér að reyna vera í handboltanum eins lengi og ég get," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún hefur líka góða fyrirmynd í deildinni. Kristín Guðmundsdóttir er enn að spila með HK en hún er orðin 42 ára gömul. Kristín skoraði þannig fimm mörk um helgina þegar HK liðið tók óvænt stig af toppliði Vals. Kristín er fædd árið 1978 en Martha fædd árið 1983. „Mér finnst frábært að sjá leikmenn eins og Kristínu Guðmunds halda bara áfram að spila og af hverju ekki? Við eigum landsliðskonur í hjólreiðum sem eru 45 ára gamlar og af hverju getur maður ekki spilað handbolta þótt maður sé orðinn fertugur, spyr Martha í viðtalinu og hún hlær að umfjölluninni um handboltakonur séu á leiðinni á elliheimili þegar þær ná góðum aldri. „Umræðan er oft á þann veg að þegar maður er orðinn 35 ára þá eigi maður bara að vera kominn á elliheimili, sem er galið," sagði Martha Hermannsdóttir í viðtalinu við Morgunblaðið. View this post on Instagram A post shared by Meistaraflokkur KA/Þo rs (@kathor.handbolti)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira