Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:05 Í frumvarpinu segir að á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar hér á landi þrátt fyrir bannið. vísir/Getty Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira