Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 07:45 Spotify hefur sótt í sig veðrið á Íslandi og um heim allan á síðustu árum og farið langleiðina með að ganga af geisladisknum dauðum. Getty/Mateusz Slodkowsk Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags. Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags.
Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30
Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30
Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent